GA átti þrjá keppendur í Mosóbikarnum

Nú úm síðastliðna helgi fór fram Mosóbikarinn á Hlíðavelli en mótið er hluti af GSÍ mótaröðinni og var það annað í röðinni þetta sumarið. 

GA sendi þrjá keppendur til leiks en það voru þau Andrea Ýr, Lárus Ingi og Veigar.

Skor okkar fólks var hörkufínt, Veigar Heiðarsson spilaði best allra GA kylfinga á samtals einu höggi undir pari vallarins á hringjunum þremur. Veigar spilaði fyrstu tvo hringina á samtals sex höggum undir pari og var í 5. sæti fyrir lokadaginn sem hann spilaði á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari og endaði í 20. sæti. Lárus Ingi spilaði hringina þrjá á samtals þremur höggum yfir pari, 79-68-72 og endaði í 26. sæti. Andrea Ýr spilaði stöðugt golf um helgina og endaði í 5. sæti , hún spilaði hringina á samtals 8 höggum yfir pari 74-77-73, flott spilamennska hjá henni. 

Nú er svo farið af stað Íslandsmót golfklúbba 17-21 árs þar sem GA sendir tvær drengjasveitir og eina stúlknasveit og hefst svo á morgun í flokki 14 ára og yngri og 15-16 ára. Golfklúbbur Akureyrar er með eina sveit í 14 ára og yngri stúlknaflokki og tvær í drengjaflokki 14 ára og yngri ásamt einni sveit í drengjaflokki 15-16 ára.

Við óskum krökkunum okkar góðs gengis.