Flottur árangur GA í íslandsmótum golfklúbba um síðustu helgi

Golfklúbbur Akureyrar sendi um síðastliðna helgi 7 sveitir í Íslandsmót golfklúbba, þrjár í 14 ára og yngri, eina í 15-16 ára og þrjár í 21 árs og yngri. 

Stelpurnar í 14 ára og yngri gerðu sér lítið fyrir og enduðu í 2.sæti, sveitina skipuðu þær Birta Rán Víðisdóttir, Björk Hannesdóttir, Bryndís Eva Ágústsdóttir, Lilja Maren Jónsdóttir og Ragnheiður Svava Björnsdóttir. Þá endaði önnur sveit GA drengja í 3.sæti og hin í 8. sæti. Sveitin sem endaði í 3. sæti var skipuð þeim Arnari Frey Viðarssyni, Ágústi Már Þorvaldssyni, Baldri Sam Harley, Agli Erni Jónssyni og Kristófer Áka Aðalsteinssyni. Hina sveitina skipuðu þeir Askur Bragi Heiðarsson, Finnur Bessi Finnsson, Óskar Pálmi Kristjánsson og Patrekur Máni Ævarsson. 

Í flokki 15-16 ára sendi GA eina drengjasveit sem var skipuð þeim Heiðari Kató Finnsyni, Ólafi Kristni Sveinssyni, Ragnari Orra Jónssyni, Skúla Friðfinnssyni og Viktori Skugga Heiðarssyni, strákarnir spiluðu feykigott golf og enduðu í 2.sæti, unnu alla sína leiki nema einn. 

Í flokki 19-21 árs sendi GA tvær drengjaveitir GA-Jaðar og GA-Stóri Boli og eina stúlknasveit og voru þær skipaðar eftirtöldum leikmönnum
GA Jaðar: Mikael Máni Sigurðsson, Patrik Róbertsson, Starkaður Sigurðsson og Valur Snær Guðmundsson
GA Stóri Boli: Lárus Ingi Antonsson, Óskar Páll Valsson, Skúli Gunnar Ágústsson og Veigar Heiðarsson
GA - stúlkur: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Kara Líf Antonsdóttir, Kristín Lind Arnþórsdóttir og Lana Sif Harley

GA Stóri Boli gerði sér lítið fyrir og endaði í 2.sæti, töpuðu úrslitaleiknum við GR naumlega 2/1, GA Jaðar endaði í 5.sæti og þá endaði stúlknasveit okkar í 4. sæti.

Það er óhætt að segja að framtíðin sér björt hjá GA og vorum við hársbreidd frá gullinu í öllum þremur aldursflokki, svo sannarlega glæsilegur árangur hjá krökkunum okkar.