Akureyrarmótið í golf - opið er fyrir skráningu

Akureyrarmótið í golfi 2023

Meistaramót GA fer fram dagana 6.júlí - 9. júlí. Athugið að mótið í ár er spilað fimmtudag - sunnudags. Allir flokkar spila síðasta hringinn á sunnudegi og er lokahóf eftir að síðasti ráshópur lýkur leik. Allir öldungaflokkar spila þrjá daga, föstudag-sunnudag. Á laugardagskvöldinu verður stuð og stemming í skálanum, meistaramótstilboð hjá JaðarBistro af mat og drykkjum. 

Flokkar og fyrirkomulag
Leikið verður í neðangreindum flokkum á Akureyrarmótinu í golfi 2023. Mótanefnd og mótsstjórn áskilur sér rétt til breytinga á flokkum eftir að skráning liggur fyrir.
Þegar skráningarfrestur er liðinn er ekki hægt að bæta við kylfingum í flokka nema pláss sé innan þeirra ráshópa sem flokknum hefur verið úthlutað.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum í höggleik án forgjafar.

Meistaraflokkur karla 4,4 og lægra - hvítir teigar
Meistaraflokkur kvenna 8,5 og lægra - bláir teigar
1. flokkur karla 4,5 - 9,4 - gulir teigar
1. flokkur kvenna 8,6 - 16,5 - rauðir teigar
2. flokkur karla 9,5 - 14,4 - gulir teigar
2. flokkur kvenna 16,6 - 24,5 - rauðir teigar
3. flokkur karla 14,5 - 20,4 - gulir teigar
3. flokkur kvenna 24,6 - 33,5 - rauðir teigar
4. flokkur karla 20,5 - 29,4 - gulir teigar
4. flokkur kvenna 33,6 - 54 - rauður teigar
5. flokkur karla 29,5 -54 - bláir teigar 

Öldungaflokkar

Öldungar konur 50 ára og eldri 3 hringir 7.-9.júlí - rauðir teigar
Öldungar karlar 50 ára og eldri 3 hringir 7.-9.júlí - gulir teigar
Öldungar karlar 70 ára og eldri 3 hringir 7.-9 júlí - rauðir teigar
​Öldungar konur 65 ára og eldri 3 hringir 7-9. júlí - rauðir teigar

Bráðabanar og umspil

Verði skor jöfn um 1. sæti án forgjafar skal leika bráðabana frá 10. braut. Í meistaraflokkum er leikið umspil, á 16. 17. og 18. braut. Fáist ekki niðurstaða eftir umspil leika keppendur bráðabana á 18. braut.

Skráning fer fram á golfbox eða hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=4043268 og munu áætlaðir rástímar birtast inn á heimasíðu okkar og undir mótinu sjálfu á golfbox á næstu dögum.