Carlsberg - Úrslit

Helstu úrslit úr Carlsberg Open.

Án forgjafar voru þeir Sævar Gunnarsson, Fylkir Þór Guðmundsson og Ingvar Karl Hermannsson allir úr GA jafnir í 1. - 3. sæti á 72 höggum.

Með forgjöf sigraði Gunnar Þór Sigurjónsson GK á 68 höggum nettó, í öðru sæti var Sævar Gunnarsson GA einnig á 68 höggum nettó og Arnar Pétursson GA var í þriðja sæti á 69 höggum.

Lengsta teighögg á 15. braut átti Hjörleifur Gauti Hjörleifsson. Næst holu á 4. braut var Pétur Á. Pétursson, á 6. braut Ingvar Karl Hermannsson, á 11. braut Fylkir Þór Guðmundsson, á 14. braut Vigfús Ingi Hauksson og á 18. braut Steinmar Rögnvaldsson.

Í forgjafarflokki I var keppendafjöldi 10%, í forgj.flokki II 50% og í forgj.flokki III & IV 40%

29% keppenda var með 35 punkta eða fleiri.

CSA leiðrétting 0.