Byrjum á 10. holu frá og með 18. maí

Frá og með morgundeginum, 18. maí, hefja kylfingar leik á 10. braut vallarins. Er þetta gert þar sem fjórar holur á fyrri níu holunum eru lokaðar og því tilvalið fyrir þá sem vilja spila 9 holur að byrja á 10. braut.

Endilega látið orðið berast.