Byrjendanámskeið

Stefanía Kristín golfkennaranemi mun halda tvö 5 vikna námskeið í undirstöðuatriðum í golfi. Námskeiðin fara bæði fram í Golfhöllinni v. Skólastíg á laugardögum dagana 17. febrúar - 17. mars þar sem farið verður yfir grundvallaratriðin í golfi. Þátttakendum mun standa til boða ótakmörkuð notkun á inniaðstöðu GA á meðan á námskeiðinu stendur.

Verð kr. 15,000.-

Tímasetningar sem boðið er uppá eru:

  • 14:30-15:30
  • 15:30-16:30

Skráning fer fram á stefania@gagolf.is

Ath. hámarksfjöldi er 6 manns  á hvort námskeið