Byko Open - úrslit

Byko Open fór fram í gær í blíðskaparveðri hér á Jaðri og voru 98 þátttakendur í mótinu. Frábært veður var, sólin skein og voru aðstæður eins og bestar verða fyrir kylfinga okkar. 

Nándarverðlaun voru sem hér segir:

4. hola – Benedikt Grétarsson 1.21m

8. hola – Birgir Ingvason 67cm

11. hola – Rúnar Antons 3,02m

14. hola – Brynja Herborg 4,27m

18. hola – Valdemar Valsson 2,23m

Þá vann Lárus Ingi Antonsson höggleikinn á 73 höggum, aldeilis flottur hringur hjá honum, tveir fuglar, 15 pör og ein hola sem ekki fór jafn vel.

Í punktakeppninni var Árni Björn Þórarinsson hlutskarpastur á 39 punktum og má þar þakka gríðarlega öflugt birdierun hjá drengnum á holum 15-17 sem tryggðu honum sigurinn, efnilegur kylfingur þar á ferð. Eftirtaldir kylfingar skipuðu fimm efstu sætin:

  1. Sæti   Árni Björn Þórarinsson 39 punktar
  2. Sæti   Lárus Ingi Antonsson 39 punktar
  3. Sæti   Marsibil Sigurðardóttir 38 punktar
  4. Sæti   Jón Elvar Steindórsson 37 punktar
  5. Sæti   Reimar Helgason 37 punktar

Við þökkum Byko kærlega fyrir samstarfið í mótinu, gríðarlega flott verðlaun voru veitt ásamt fjöldanum öllum af útdráttarverðlaunum. Einnig viljum við þakka A4 fyrir glæsilegar fartölvutöskur sem þeir gáfu í verðlaun.