BYKO OPEN - Úrslit

Opna BYKO mótið var haldið í gær.

það má víst segja að veðurguðirnir hafi ekki leikið við keppendur því rétt fyrir hádegi fór að rigna og það rigndi sleitulaust þar til síðustu keppendur komu í hús rétt fyrir kl 17.00 og þá var líka farið að bæta í vind að norðan.

Þrátt fyrir votviðrið þá komu nokkuð mörg góð skor í hús en þetta var einungis punktkeppni með forgjöf og vannst á 39 punktum. Það voru 3 efstir og jafnir með 39 punkta.

Geir Kristinn Aðalsteinsson lenti í 1. sæti með 21 punkt á seinni 9, fékk fyrir það 50 þús kr úttekt hjá BYKO, ELKO eða Intersport.

Trausti Jörudarson varð í 2. sæti, hann var með 19 punkta á seinni 9, fékk fyrir það 30 þús kr úttekt hjá BYKO, ELKO eða Intersport.

Brynja Herborg Jónsdóttir varð í 3 sæti en hún var með 18 punkta á seinni, fékk fyrir það 20 þús kr úttekt hjá BYKO, ELKO eða Intersport

Veitt voru verðlaun fyrir næst holu á par 3 brautum

4. braut Hulda Guðveig Magnúsardóttir 2.87 m

6. braut Valmar Valduri Väljaots 2.84 m

11. braut Haukur H. Jónsson 4.09 m

18. braut Stefán Ólafur Jónsson 3.02

Lengsta teighögg átti Stefán Einar Sigmundsson á 15 braut

Vill Golfklúbburinn þakka Byko fyrir stuðninginn og kylfingum fyrir þátttökuna.