Byko Open 9. september

Þann 9. september verður haldið hið stórglæsilega Byko Open á Jaðarsvelli, í Byko Open er keppt í punktakeppni og einnig veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Stórglæsileg verðlaun eru í boði frá Byko, A4, GA og Greifanum og verður einnig dregið úr skorkortum. Skráning fer fram á golf.is 

Höggleikur án forgjafar:

1.sæti - 30 þúsund króna gjafakort í Byko og par áfylling á Klappir

Punktakeppni með forgjöf:

1.sæti - 50 þúsund króna gjafakort í Byko og 5 þúsund króna gjafabréf á Greifanum.

2.sæti - Glæsileg fartölvutaska frá A4 og Birdie áfylling á Klappir

3.sæti - 30 þúsund króna gjafakort í Byko og Birdie áfylling á Klappir

4. sæti - Glæsileg fartölvutaska frá A4

5.sæti - 20 þúsund króna gjafakort í Byko

Nándarverðlaun á öllum par3 holum, 10 þúsund króna gjafakort í Byko

Mótsgjald er 4.000 krónur en handhafar Byko kortsins fá mótsgjaldið á 3.500 krónur

Dregið úr skorkortum í mótslok. 

Karlar 70 ára og eldri, piltar 14 ára og yngri og konur spila af rauðum teigum. 

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að raða saman í holl ef þörf þykir.