Byko Open - 8.september

Sunnudaginn 8. september verður haldið hið margfræga Byko Open mót á Jaðarsvelli.

Mótið er opið öllum kylfingum og eru stórglæsileg verðlaun í boði bæði fyrir efstu þrjú sætin í höggleik án forgjafar og efstu fimm sætin í punktakeppni með forgjöf. Hér að neðan má sjá verðlaunin:

Höggleikur
1.sæti: 50.000kr gjafakort í Byko
2.sæti: Gjafabréf frá Ecco fyrir skópari að verðmæti 30.000kr.
3.sæti: Gjafabréf á Strikið að verðmæti 20.000kr

Punktar:
1.sæti: 50.000kr gjafakort í Byko
2.sæti: Clickgear kerra
3.sæti: 30.000kr gjafakort hjá Byko
4.sæti: 20.000kr gjafakort hjá Byko
5.sæti: Gjafabréf á Strikið að vermæti 10.000kr

Einnig eru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarsins - 10.000 gjafakort hjá Byko.

Mótsgjald er 4.500kr en handhafar Byko kortsins borga 4.000kr
Karlar 70 ára og eldri, piltar 14 ára og yngri og konur spila af rauðum teigum. 
Hámarksforgjöf er veitt 24 hjá körlum og 28 hjá konum. 
Mótsstjórn áskilur sér rétt til að raða saman í holl ef þörf þykir. 

Við hvetjum kylfinga til að skrá sig í þetta skemmtilega mót - skráning fer fram á golf.is eða í síma 462-2974