BYKO OPEN 2011 - Úrslit

Rúmlega 80 manns mættu til leiks.

Helstu úrslit í mótinu.

Bæjarfulltrúi Tryggvi Þór Gunnarsson sigraði mótið - fékk 38 punkta.

Víðir Steinar Tómasson GA var í 2. sæti á 36 punktum en hann var með betri seinni 9 en forseti bæjarstjórnar Geir Kristinn Aðalsteinsson þegar talið var til baka.

Nándarverðlaun á 4. halut Böðvar Þórir Kristjánsson hann var 1.75 m frá, á 6. braut var Halla Berglind næst 5.30 m frá, á 11. braut var Stefán Atli Agnarsson næstur 1.40 m frá og á 18. braut var það Andri Geir Viðarsson en hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi.

Lengsta teighögg átti svo Ævarr Freyr Birgisson

Öll eru þau félagar í GA.

Vill golfklúbburinn þakka BYKO fyrir glæsileg verðlaun og kylfingum fyrir þátttökuna.