Búið að draga í holukeppnina

Holukeppni GA hófst í dag. Dregið var í gær og má sjá útdráttinn á mynd hér til hliðar. Fyrstu umferð þarf að vera lokið fyrir 10. júlí. Við hvetjum alla til að reyna að klára sína leiki sem fyrst svo það þurfi ekki að bíða lengi eftir næstu umferð. 

Mótsnefnd vill benda á að komin er ný forgjafarröðun á holunum á vellinum en ekki ný skorkort með nýju tölunum. Því er mikilvægt að fá upplýsingar frá skrifstofu um röðunina áður en keppnin byrjar til að vera með allt á hreinu. Ný skorkort koma svo fljótlega með öllum nýjustu upplýsingunum.

Keppnisskilmála fyrir holukeppnina og hvenær umferðir eigi að klárast má finna hérna.