Búið að draga í fyrstu umferð holukeppninnar

Búið er að draga í fyrstu umferð holukeppni GA. Þar sem 36 keppendur eru skráðir til leiks er byrjað á fjórum leikjum til að minnka niður í 32 og hefjast þá 32 manna úrslit eftir að þessari umferð líkur. 

Þeir leikir sem fara fram í þessari umferð eru:
Valmar Våljaots vs. Jason Wright
Andrea Ýr Ásmundsdóttir vs. Jón Steindór Árnason
Sturla Höskuldsson vs. Aron Elí Gíslason
Ágúst Jensson vs. Gunnar Aðalgeir Arason

Hinir 28 keppendur sem eru skráðir til leiks sitja hjá og eru komnir í 32.liða úrslit. Þessir leikir þurfa að klárast fyrir 6.júlí.

Reglur holukeppni GA 2015

  • Holukeppni með ¾ forgjöf
  • Hámarksforgjöf er 36, það er hins vegar ekki gefið meira en 1 högg á holu í forgjöf
  • Karlar spila á gulum teigum og konur rauðum – Strákar yngri en 14 ára mega spila á rauðum og öldungar
  • Keppendur greiða 3000kr. í þátttökugjald þegar þeir hefja fyrsta leik
  • Keppendur finna sjálfir tíma fyrir sinn leik, klári þeir ekki sinn leik einum degi fyrir auglýstan tíma verða þeir settir á rástíma, mæti þeir ekki þá verða þeir dæmdir úr leik
  • Keppendur sjá sjálfir um að reikna út forgjöf