Veigar Heiðarsson er á meðal keppanda í Opna Breska áhugamannamótinu.
Fyrri dagur höggleiksins fór fram í gær á Royal St. George’s og Royal Cinque Ports.
Leikinn er höggleikur fyrstu tvo hringi mótsins. Það leika allir 18 holur á hvorum vellinum, anna hringinn í gær og hinn í dag. Eftir þessa tvo hringi komast efstu 64 kylfingarnir áfram í úrsláttarhluta mótsins. Þar sem er leikinn holukeppni sem hefst strax að öðrum hring loknum. Í henni mætast kylfingar einn á mót einum þar til aðeins tveir standa eftir. Úrslitin verða sýnd um allan heim og verður þar leikinn holukeppni yfir 36 holur.
Veigar byrjar annan hringinn sinn vel og óskum við honum góðs gengis!
Hér má fylgjast með skori mótsins
Bryndís Eva Ágústsdóttir er á meðal keppanda í sterku boðsmóti, The ANNIKA Invitational Europe, sem byrjaði í dag í Svíþjóð.
Keppendur þessara móts eru þeir allra bestu áhugakylfingar heims í dag!
Annika Sörenstram er gestgjafi mótsins en það var haldið í fyrsta sinn árið 2012. Í mótinu er allir undir 18 ára aldri og fengu 78 keppendur boð um að taka þátt.
Leikið er á Bokskogens vellinum, sem er glæsilegur golfvöllur í suðurhluta landsins. Fyrirkomulag mótsins er 54 holu höggleikur, sem leikinn er yfir þrjá daga.
Bryndís stendur sig vel og óskum við henni góðs gengis!
Hér má fylgjast með skori mótsins