Bryndís Eva stigameistari annað árið í röð

mynd:golf.is
mynd:golf.is

Bryndís Eva Ágústsdóttir er stigameistari 2025 í flokki 15-16 ára og er þetta annað árið í röð sem hún er stigameistari í þessum flokki.

Bryndís átti frábært sumar og tók þátt í öllum sjö mótunum og sigraði fimm þeirra og endaði í 2.sæti á hinum tveimur mótunum. Hún varð bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sumar og fékk 7.100 stig á stigalistanum og næsta stelpa var með 4.685 stig.

Bryndís sýndi mikla yfirburði í sínum aldursflokki í sumar og erum við hjá GA gríðarlega stolt af henni.