Um helgina fór fram annað mót sumarsins á Unglingamótaröðinni og var leikið í Sandgerði. GA sendi 9 kylfinga til leiks og stóðu þeir sig vel og þeirra best spilaði Bryndís Eva sem sigraði í flokki 15-18 ára stúlkna með þriggja högga mun.
Úrslit voru sem hér segir hjá GA krökkunum.
Stúlkur 15-18 ára.
1. sæti: Bryndís Eva Ágústsdóttir +2 76-72-70
T6. sæti: Lilja Maren Jónsdóttir +10 77-72-77
T19. sæti: Björk Hannesdóttir +19 82-78-75
Drengir 15-18 ára.
T8. sæti: Hafsteinn Thor Guðmundsson -5 69-67-75
T16. sæti: Ágúst Már Þorvaldsson +5 80-70-71
T16. sæti: Arnar Freyr Viðarsson +5 74-75-72
34. sæti: Finnur Bessi Finnsson +18 77-78-79
MC: Egill Örn Jónsson +13 85-72
MC: Patrekur Máni Ævarsson +18 84-78
Yngri krakkarnir okkar voru einnig að keppa á Golf14 mótaröðinni í Sandgerði og voru 5 keppendur þar frá GA og voru úrslit sem hér segir.
14 ára og yngri drengir.
T8. sæti: Kristófer Áki Aðalsteinsson +9 78-75
16. sæti: Bjarki Þór Elíasson +25 84-85
20. sæti: Jóakim Elvin Sigvaldason
14 ára og yngri stúlkur.
8. sæti: Embla Sigrún Arnsteinsdóttir +59 93-110
12 ára og yngri strákar 9 holur.
T3. sæti: Andri Mikael Steindórsson +11 46
Flott mót hjá krökkunum okkar í Sandgerði.
Á sama tíma var Tumi Hrafn Kúld að keppa á Vormóti GSÍ í Þorlákshöfn en þar er spilað nýtt fyrirkomulag, breytt punktakeppni, þar sem stigagjöfin er eftirfarandi:
Albatross: 8 punktar
Örn: 5 punktar
Fugl: 2 punktar
Par: 0 punktar
Skolli: -1 punktur
Tvöfaldur skolli eða verra: -3 punktar
Tumi endaði í 17. sæti á +6 punktum en hann spilaði hringina á 72 og 73 höggum.