Bryndís Eva og Veigar í beinni útsendingu í úrslitum Landsmóts herma.

Næsta sunnudag keppa Bryndís Eva Ágústsdóttir og Veigar Heiðarsson, ungir kylfingar úr GA, í 8 manna úrslitum Landsmóts herma, Bryndís í kvennaflokki og Veigar í karlaflokki.  Lokamótið fer fram næsta sunnudag og hefst kl.16, leikið er 36 holur og eftir fyrri 18 holurnar er raðað í tveggja manna holl eftir skori til þess að leika seinni umferðina. 

Leikið var tvær undankeppnir fyrir lokamótið og síað niður í átta manns í kvenna- og karlaflokki. Það er því vel gert að hafa náð í lokamótið.  Það var frétt um seinna úrtökumótið á golf.is og hér er linkur á þá frétt og hægt að skoða stöðuna í því móti, þetta stóð tæpt hjá okkar fólki í því móti en hafðist.  

https://www.golf.is/stadan-i-sidari-undankeppninni-i-landsmotinu-i-trackman-golfhermum-2024/

Seinni 18 holurnar verða sýndar beint á stöð 2 esport og hefst útsending kl.19:00 og hvetjum við alla félagsmenn til þess að fylgjast með okkar fólki og senda góða norðlenska strauma til þeirra.  Áfram GA!