Bryndís byrjar vel!

Bryndís Eva er ein fjögurra kylfinga sem voru valdir til að keppa fyrir hönd Íslands í European Young Masters sem haldið er í Frakklandi.

European Young Masters er Evrópumeistaramót áhugamanna í golfi fyrir drengi og stúlkur undir 16 ára aldri, fyrsta mótið var haldið árið 1995 og hefur verið haldið árlega síðan.

Eftir gærdaginn er hún jöfn í 6. sæti þar sem hún spilaði á 72 höggum, eða á pari vallarins. Hún á rástíma kl 13:44 í dag og óskum við henni góðs gengis!

Smelltu hér til að fylgjast með skorinu hennar Bryndísar