Brian Jensen hættir sem golfkennari hjá GA

 

Golfklúbbur Akureyrar og Brian H. Jensen hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hér að Jaðri.  Var það sameiginleg ákvörðun Stjórnar GA og Brian að slíta samstarfinu og leita á önnur mið og lætur Brian af störfum þann 31. janúar á næsta ári.

Brian hefur verið hjá okkur í um tvö ár og hefur staðið sig vel.  Undir hans handleiðslu eignuðumst við GA félagar m.a.  tvo  Íslandsmeistara í unglingaflokkum í sumar.

Óskum við Brian velfarnaðar  í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur og þökkum honum kærlega fyrir samstarfið undanfarin tvö ár.

GA mun hefjast handa við það að finna nýja golfkennara og verður starfið auglýst von bráðar.  Er það okkar von að við fáum öflugan og góðan kennara til að taka við því góða starfi sem hér er unnið.