Breyttar reglur golfvallarins vegna tilmæla yfirvalda

Eftir fréttir gærdagsins höfum við á golfvellinum unnið hörðum höndum að því að tryggja öryggi allra kylfinga sem sækja Jaðar. Samkæmt nýjum tilskipunum frá GSÍ, sem sjá má á mynd, hafa allar hrífur og boltahreinsivélar verið teknar af vellinum til að takmarka snertifleti ásamt því að hólkunum hefur verið bætt í holur vallarins á nýjan leik. 

Þær reglur sem teknar voru upp í vor hafa tekið gildi á nýjan leik og biðjum við alla að fylgja þeim. Almennt mótahald er þó enn á dagskrá og flott veðurspá um helgina fyrir Icewear bombuna.

GA meðlimir stóðu sig með prýði hér fyrr í sumar þannig við förum létt með þetta í annað skiptið.