Breyttar reglur á skráningu æfingaskors

Frá og með 15. maí n.k. mun skráning og reglur fyrir æfingaskor breytast á www.golf.is.  Meðal breytinga er að meðspilari þarf að staðfesta skor kylfings og einnig þarf kylfingur að tilkynna fyrir leik að hann ætli að leika til forgjafar. Nánar hér að neðan.

Skráning á æfingaskori:

  • Þú verður að tilkynna áður en þú hefur leik að þú ætlir að leika til forgjafar. Þú færð valmöguleika við skráningu í rástíma á golf.is hvort þú ætlir að leika 9 eða 18 holur til forgjafar.
  • Þegar þú skráir æfingaskorið að leik loknum þá þarf skrifarinn að staðfesta það. Þú merkir við á golf.is hver skrifarinn var og hann fær tilkynningu senda í tölvupósti að hann þurfi að staðfesta skorið þitt. Þegar skrifari hefur staðfest, þá mun skorið gilda til forgjafar. Ef tilkynntur forgjafarhringur skilar sér ekki inn á golf.is eða skrifari staðfestir ekki innan 24 tíma þá færðu sjálfkrafa hækkun upp á 0.1 (0.2 í forgjafarflokki 5) punkta. Athugaðu að ekki er hægt að setja inn æfingaskor sem ekki var tilkynnt áður en leikur hófst.

Heimild: www.golf.is

Hlekkur í "stuttan leiðarvísi um EGA forgjafarkerfið"  http://issuu.com/golf-iceland/docs/stuttur_leidarvisir_ega_web?mode=window&backgroundColor=%23222222

Einnig er hægt að nálgast .pdf skjalið hér. http://golf.is/iw_cache/32841_stuttur_leidarvisir_EGA_web.pdf