Breytingar á stjórn klúbbsins

Kosið verður um nýjan formann.

Ágætu félagar 

Nú liggur það fyrir að formaður og 2 stjórnarmenn  munu hætta í stjórn. Halldór hefur verið formaður klúbbsins í um átta ár og telur nú nóg komið. Uppstillingarnefnd hefur hafið störf og er búin að vera að leyta fyrir sér um menn/konur í þessi embætti og í aðrar nefndir innan klúbbsins. Ef það er einhver sem hefur áhuga á að starfa fyrir klúbbinn sinn og taka virkan þátt í rekstri hans þá vinsamlegast setjið ykkur í samband við nefndarmenn

Jón Birgir Guðmundsson netfang jon.gudmundsson@sjova.is

Halla Sif Svavarsdóttir halla@gagolf.is

Halla Berglind Arnarsdóttir hallabegga@gmail.com

 

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar verður haldinn golfskálanum að Jaðri fimmtudaginn 24. nóvember nk. kl. 20:00.