Breytingar á 10. og 11. braut

10. og 11. braut eftir breytingar
10. og 11. braut eftir breytingar

Nú fer að líða að endurgerð síðustu flatarinnar á Jaðarsvelli, en þar er eins og flestir vita um 10. flötina að ræða.  Samhliða þeim framkvæmdum verða gerðir nýir teigar á 11. braut.  Þegar þessum framkvæmdum lýkur verður búið að endurbyggja 16 flatir á Jaðarsvelli.  Framkvæmdir eru þegar hafnar við 11. teigana, en framkvæmdir við 10. flötina hefjast fljótlega.

10. flötin

Ný flöt á 10. braut verður þar sem teigar eru nú á 11. braut.  Með færslu flatarinnar verður hún fjær veginum, sem minnkar truflun við leik.  Brautin sjálf verður einnig flutt að hluta og má þegar sjá undirbúning þess, þar sem röff hægra megin við núverandi braut hefur verið slegið niður.  Slátturinn verður svo jafnt og þétt lækkaður þar til brautarslætti verður náð.

Í stuttu máli verður flötin um 450 m2, frekar grunn og breið.  Fyrir framan hana verður mótuð lægð, þar sem nú er skurður.  Brautar og flatarglompur munu setja svip sinn á brautina.  Þá verða stór tré einnig færð vinstra megin við brautina til að veita skjól og til að virka sem hindrun í teighöggi.

Lykiltölur á 10. braut eftir breytingar:

  • Af gulum teig: 305 metrar
  • Af rauðum teig: 225 metrar

11. teigarnir

Teigar á 11. braut færast austur fyrir veginn sem sést á myndinni.  Sú lega teiganna hentar vel m.v. afstöðu núverandi flatar, þar sem hún hallar nánast beint á móti þeirri höggstefnu.  Teigarnir verða þaktir á fljótlega og verða settar gervigrasmottur líkt og á 10. teigum.  Þannig verður hægt að nota þá fyrr en ella.

Lykiltölur á 11. braut eftir breytingar:

  • Af hvítum teig: 190 metrar
  • Af gulum teig: 140 metrar
  • Af bláum teig: 120 metrar
  • Af rauðum teig: 90 metrar

10. braut og 11. braut