Breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt fjórar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018.

Stækkun golfvallar að Jaðri.

Tillagan var auglýst frá 13. október – 24. nóvember 2010. Ein athugasemd barst. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdina og sent þeim sem athugasemd gerði umsögn sína. Athugasemdin gaf ekki tilefni til breytinga á tillögunni.