Boginn

Nú byrjum við í Boganum 18. nóvember.

 

Allir kylfingar eru velkomnir í opinn tíma í Boganum á þriðjudagskvöldum frá kl. 20.00 – 21.00  og fimmtudagskvöldum kl. 21.00 – 22.00.

Ólafur kennari verður á staðnum á þessum tímum en mestur tími hans mun fara að í að leiðbeina börnum og unglingum GA.

Síminn hjá Ólafi er 844 9001 netfang oligolf@simnet.is

Nú er rétt mánuður síðan spilað var síðast á Jaðarsvelli nú í haust og farið að gata og vinna haustverkin, 7. október voru flatir slegnar sem telst til tíðinda hér á Jaðarsvelli enda var einmuna veðurblíða í haust.

Golfbær hinn nýji.............

Það er helst í fréttum að: Það er ekki búið að afhenda okkur formlega húsnæðið í kjallara íþróttahallarinnar, en það er allt í startholunum. Húsnæðið sem við fáum hjá Átak Heilsurækt/Þrekhöllinni er að verða klárt og þá munum við setja upp herminn og net og þá er hægt að fara að sveifla af fullum krafti :)

Allt verður þetta auglýst þegar nær dregur

Takk fyrir sumarið