Bláa liðið sigraði Bændaglímu GA

Það var glatt á hjalla í blíðskaparveðri á Jaðarsvelli á laugardaginn þegar Bændaglíma GA fór fram.

Hreiðar "Ædi" Gíslason var bóndi rauða liðsins og Egill Heinesen bóndi bláa liðsins. Fór það svo að bláa liðið undir dyggri handleiðslu Egils fór með sigur af hólmi - frábærlega gert hjá bláa liðinu sem beið afhroð í fyrra en kom sterkt til baka.

Jaðar Bistro var með hamborgaraveislu eftir hring og voru menn mjög kátir með daginn. Veðrið var með besta móti og var gleði á meðal þátttakenda með mótið þrátt fyrir að við hefðum að sjálfsögðu viljað hafa fleiri en 60 kylfingar mættu til leiks. 

Við þökkum keppendur kærlega fyrir komuna og vonum að þeir hafi haft gaman af.