Bláa liðið með Óla Gylfa sigraði Bændaglímu GA

Hart var barist í Bændaglímu GA á laugardaginn síðasta, kylfingar létu ekki vindinn hafa teljandi áhrif á sig og spiluðu flott golf og hart var barist út á velli. Kylfingar mættu flest allir klæddir í litum síns liðs sem setti skemmtilegan svip á keppnina og mátti sjá að kylfingar skemmtu sér vel. 

Það fór svo að bláa liðið með Óla Gylfa sem bónda höfðu sigur úr býtum með 14 vinninga gegn 12. 

Óli og Heiðar Davíð fengu svo að velja bændur fyrir næsta ár úr sínum herbúðum en það verða þeir Baldvin Orri Smárason (rauða liðið) og Eiður Stefánsson (bláa liðið). 

Við hlökkum til að sjá hvernig þeir velja í sín lið á næsta ári en bláa liðið á titil að verja.

Við viljum þakka öllum þeim GA félögum sem tóku þátt í Bændaglímunni fyrir skemmtunina og þökkum Fidda hjá Jaðar Bistro fyrir frábæra hamborgaraveislu. 

Nú fer að styttast í sumarið en við fylgjumst vel með veðurspá fyrir helgarnar og vonumst til að ná inn 1-2 haustmótum ef vel viðrar.