Björgvin Þorsteinsson Íslandsmeistari 65+

Einn okkar allra besti kylfingur, Björgvin Þorsteinsson, lék á Íslandsmóti 65+ í Vestmannaeyjum um helgina. Björgvin lék vel í mótinu og kláraði hringina sína á 73-79-79 (+21) sem skilaði honum 7 högga sigri, og því Íslandsmeistaratitlinum!

Frábær árangur hjá reynsluboltanum og óskum við honum til hamingju með þennan frábæra sigur.