Björgvin Þorsteinsson er látinn

Björg­vin Þor­steins­son, heiðursfélagi í GA og marg­fald­ur Íslands­meist­ari í golfi, lést aðfaranótt fimmtu­dags, 68 ára að aldri eft­ir langa bar­áttu við krabba­mein.

Björg­vin sat í stjórn Golf­klúbbs Ak­ur­eyr­ar 1967-1969 og í stjórn Golf­sam­bands Íslands 1998-2002. Þá átti hann sæti í áfrýj­un­ar­dóm­stól ÍSÍ und­an­farna tvo ára­tugi.  Björgvin bar hag GA ávallt fyrir brjósti og lagði klúbbnum lið með margvíslegum hætti fram á síðasta dag.

Björg­vin varð níu sinnum klúbbmeistari GA og sex sinn­um Íslands­meist­ari í golfi á ár­un­um 1971 til 1977 en hann keppti 56 sinn­um á Íslands­mót­inu, síðast í sum­ar á Jaðarsvell­I síðastliðið sumar. Þá varð hann Íslands­meist­ari í flokki kylf­inga 65 ára og eldri í Vest­manna­eyj­um í sum­ar. Hann fór 11 sinn­um holu í höggi á ferl­in­um. Björg­vin var sæmd­ur heiður­skrossi ÍSÍ á ársþingi Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands nú í októ­ber.

Fyrri eig­in­kona Björg­vins var Her­dís Snæ­björns­dótt­ir, flug­freyja og full­trúi, þau skildu. Dótt­ir þeirra er Steina Rósa. Síðari eig­in­kona Björg­vins er Jóna Dóra Krist­ins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og ljós­móðir. Stjúp­son­ur Björg­vins og son­ur Jónu Dóru er Krist­inn Geir.

Stjórn og félagar í GA kveðja góðann félaga og votta aðstandendum dýpstu samúð.