Það er hreint með ólíkindum að fara holu í höggi dag eftir dag............
Björgvin Þorsteinsson kylfingur í GA er margfaldur íslandsmeistari í höggleik í golfi og hefur slegið holu í höggi nú 10 sinnum sem hlýtur að teljast alveg einstakt ef ekki heimsmet. Björgvin segir að það sé blanda af færni og heppni að slá holu í höggi.
Í fyrsta sinn sem Björgvin fór holu í höggi var 19. ágúst 1975 á 40 ára afmæli Golfklúbbsins á 6. holu. Í dag 17. júlí aftur á 6. holu á 75. afmælisári klúbbsins.
Þær holur sem Björgvin hefur farið á einu höggi eru 6. (tvisvar) 11. (í gær 16. júlí) og 18. braut á Jaðarsvelli, 2. braut á Grafarholtsvelli (tvisvar), 9. braut á Korpúlfsstaðarvelli, 4. braut á Höfn í Hornafirði, 13. braut á Esbjerg velli í Danmörku og 13. braut á Monticello velli á Ítalíu.
Í gær notaði Björgvin 9. járn og í dag 7-járn á 6. holuna, sem er 166 metra löng. „Boltinn lenti á flötinni og rúllaði bara beint ofan í holu.