Bjóddu Golfsystur í heimsókn

Við hjá GA bjóðum velkomnar allar Golfsystur á Föstudaginn 15. júní kl. 15-17 hér á Jaðri. 

Golfkennarar GA og kvennanefnd GA verða á svæðinu til að taka á móti öllum sem koma í heimsókn.  Öllum golfsystrum er frjálst að nýta sér aðstöðu GA á meðan á heimsókninni stendur. Gestgjafinn mætir á skrifstofu GA og kvittar þar fyrir sínum gesti og má þá fylgja golfsystur sinni á æfingasvæðin og leyfa henni að prófa.

Vonandi sjáum við sem flesta.