Bjarki Pétursson og Guðrún Brá Íslandsmeistarar í golfi

Guðrún Brá og Bjarki - mynd/seth@golf.is
Guðrún Brá og Bjarki - mynd/seth@golf.is

Það  voru þau Bjarki Pétursson (GKG) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í golfi eftir frábært Íslandsmót á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Bjarki setti nýtt mótsmet þegar hann sigraði á samtals 13 höggum undir pari. Guðrún Brá sigraði eftir umspil við Ragnhildi Kristinsdóttur (GR).

GA átti 12 fulltrúa á mótinu og sex af þeim komumst í gegnum niðurskurð. Efstur af strákunum varð Eyþór Hrafnar af GA strákunum en hann endaði í 24. sæti á samtals 11 höggum yfir pari og þá var Andrea Ýr í 14.sæti á samtals 36 höggum yfir pari. Úrslit GA kylfinga voru eftirfarandi:
14.sæti: Andrea Ýr Ásmundsdóttir 78-79-79-88 +36
24.sæti: Eyþór Hrafnar Ketilsson 74-68-75-82 +11
36.sæti: Víðir Steinar Tómasson 78-75-74-76 +15
54.sæti: Mikael Máni Sigurðsson 78-78-76-82 +27
57.sæti: Ævarr Freyr Birgisson 77-71-77-91 +28
61.sæti: Veigar Heiðarsson 78-80-77-83 +30

Við hjá GA óskum þeim Bjarka og Guðrúnu Brá innilega til hamingju með titilinn og okkar fólki með fínan árangur á mótinu.