Birgir V. Björnsson kylfusmiður með mælingar á Klöppum 17. og 18. september

Þá er loksins komið að því að Birgir Björnsson kylfusmiður hjá golfkylfur.is mætir norður og verður með mælingar á Jaðri laugardaginn 17. september og sunnudaginn 18. september. 

Til að bóka sig í mælingar er fólk beðið um að senda tölvupóst á jonheidar@gagolf.is.

Birgir verður á laugardeginum frá 10-18 og sunnudeginum frá 10-18.

Hægt er að bóka hálftímamælingar á járnum eða trékylfum á 8.000kr eða klukkutímamælingu á öllu á 16.000kr

Einstakt tækifæri fyrir GA félaga og aðra í kring að nýta sér þann besta í bransanum og fá kylfurnar sem henta hverjum og einum.