Birgir V. Björnsson golfkylfusmiður með mælingar hjá GA 19&20.febrúar

Birgir V. Björnsson, golfkylfusmiður og golfkennari mun koma norður 19. febrúar og vera með mælingar á golfkylfum hjá okkur á laugardeginum og einnig á sunnudeginum 20. febrúar. Birgir er sá færasti á sínu sviði hér á Íslandi og sérsmíðar golfkylfur eftir hentileika hvers og eins. 

Hægt verður að prufa nýjustu Titleist og Ping kylfurnar og fá fullkomna mælingu frá Birgi. Hægt er að bóka klukkustund á 15.900kr en þar er mælt bæði fyrir járnum og trékylfum, einnig er hægt að bóka 30 mínútur á 8.000kr en þá er valið hvort mælt sé fyrir járnum eða trékylfum. Pantanir fara fram á jonheidar@gagolf.is en þar þarf að koma fram hvað fólk vill láta mæla og kennitölur.

Við hvetjum sem flesta til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem mun klárlega skila forgjafalækkun í sumar ef haldið er rétt á spilunum. 

Nánar um Birgi á golfkylfur.is