Birgir V. Björnsson golfkylfusmiður á Akureyri 17-18 nóvember

Birgir V. Björnsson, golfkylfusmiður og golfkennari mun koma norður helgina 17-18 nóvember og vera með mælingar á golfkylfum hjá okkur. Birgir er sá færasti á sínu sviði hér á Íslandi og sérsmíðar golfkylfur eftir hentileika hvers og eins. 

Hægt verður að prufa nýjustu Titleist kylfurnar og fá fullkomna mælingu frá Birgi og verður tímasetning og verð auglýst nánar síðar.

Tilvalið að koma í mælingu og finna jólagjöfina handa sjálfum sér :)

Nánar um Birgi á golfkylfur.is