Bílastæðamál við Jaðar á meðan Íslandsmóti stendur

Á sama tíma og við hvetjum sem flesta til að gera sér ferð upp á Jaðarsvöll næstu daga til að fylgjast með bestu kylfingum landsins spreyta sig á stórglæsilegum Jaðarsvelli á Íslandsmótinu í golfi, viljum við benda áhorfendum og öðrum gestum á að stórt og gott bílastæði er við Naustaskóla ef planið er fullt við Jaðar.

Í dag var mikið um kylfinga, áhorfendur og fylgdarlið sem er frábært og var bílastæðið þétt setið. Einhverjir bílar lögðu á gangstíg við bílastæðið og á öðrum stöðum sem teljast frekar óheppilegir, við viljum biðja fólk um að leggja við Naustaskóla ef bílastæðin eru full en ekki á gangstígum eða öðrum stöðum þar sem ekki eru bílastæði.

Hægt er að keyra golfsett og kylfinga upp að skála og fara síðan með bílinn að Naustaskóla. 

Hér má sjá yfirlitsmynd yfir Jaðarsvöll og eru bílastæði við Naustaskóla vel merkt á kortinu.