Bautamót - helstu úrslit

Mjög góð þátttaka í Bautamóti 2008.

Bautamótið 2008 fór fram í dag í blíðskaparveðri 18°C og sól skein í heiði. Mótið er nú haldið í 17. sinn og voru þátttakendur rétt tæplega 100 talsins. Fyrst var keppt í þessu móti 1991.

Helstu úrslit urður eftirfarandi:

Bautameistarinn 2008 var Anton Freyr Jónsson en hann fékk 42 punkta. Í 2. sæti var Ingi Hrannar Heimisson með 39 punkta og í 3. sæti Heimir Snær Sigurðsson með 38 punkta.

Kvennameistari Bautans var Anna Freyja Eðvarðsdóttir en hún fékk 35 punkta. Anna Freyja hefur áður unnið þennan titil 1994 og 1999 - Fyrst var keppt um kvennameistara Bautans 1992 þá sigraði María Daníelsdóttir.

Án forgjafar sigraði Birgir Haraldsson með 36 punkta, í 2. sæti Bjarni Gunnar Bjarnason með 31 punkt og í 3. sæti Allan Hwee Peng Yeo með 28 punkta.

Næst holu á 4. braut var Anton Ingi Þorsteinsson GA 1,08m frá og næst holu á 18. braut Jón Birgir Guðmundsson GA 0,50m frá

Að venju bauð Bautinn upp á glæsilegt tertuhlaðborð í mótslok og vill klúbburinn þakka Bautamönnum fyrir mikinn stuðning í gegnum árin.

Forgjafarfl. I 1 (0%)
Forgjafarfl. II 28 (30%)
Forgjafarfl. III og IV 52 (70%)
Kylfingar með 35 punkta eða meira 7 (9%)
CSA leiðrétting +2