Bændur á morgun eru Óli Gylfa og Heiðar Davíð

Bændaglíman er á morgun og eru núna 50 kylfingar skráðir til leiks.

Bændur verða engir aðrir en þeir Heiðar Davíð Bragason og Ólafur Auðunn Gylfason golfkennarar GA.

Ljóst er að hart verður barist á milli þeirra en Heiðar mun leiða rauða liðið áfram og Óli Gylfa verður yfir bláa liðinu. Liðin munu koma hér á netið í dag og einnig fá þeir kylfingar sem skráðir eru í mótið sendan mail með liðunum.

Mæting er 9:30 og ræsum við út á öllum holum samtímis klukkan 10:00, enn er hægt að skrá sig í mótið á golfbox og einnig er hægt að senda tölvupóst á jonheidar@gagolf.is til að skrá sig.

Mótsgjald er 3.000kr og innifalið í því er hamborgaraveisla hjá Jaðar Bistro að hring loknum.

Leikfyrirkomulagið er holukeppni, betri bolti með forgjöf þar sem tveir og tveir keppendur mætast. Leiknir eru 2 leikir á sitthvorum 9 holunum og fæst einn punktur fyrir hvorn leik. Hámarks leikforgjöf er 28 hjá körlum og konum. Karlar 70 ára og eldri og drengir 14 ára og yngri mega spila af rauðum eða gulum teigum.  Athugið að ef kylfingar byrja á 16.teig er fyrri leikurinn þeirra holur 16-6 og seinni leikurinn holur 7-15.

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun í vindjakka með sólarvörn.