Bændaglíman og Firmakeppni GA

Bændaglíman og Firmakeppnin haldin núna um helgina.

Bændaglíman fór fram á laugardaginn og voru þeir feðgar Halldór Rafnsson og Elfar Halldórsson bændur. Góð þátttaka var þó veðrið væri all hrissingslegt en kylfingar láta það nú ekki aftra sér. Glíman var mjög spennandi alveg þar til síðustu menn komu í hús og endaði hún á jöfnu.

Rétt um 60 fyrirtæki voru skráð til leiks í Firmakeppninni sem fram fór á sunnudaginn - og var það Albert Hannesson sem spilaði til sigurs fyrir Glitni og fá þeir til varðveislu í eitt ár elsta og verðmætasta bikar í eigu klúbbsins gefinn af Helga Skúlasyni augnlækni - hefur verið spilað um hann síðan 1945 en þá vann Smjörlíkisgerð KEA.

Í öðru sæti var svo Brimborg en Arnar Pétursson lék fyrir þá og þurftu þeir Albert að fara í bráðabana til að útkljá leikinn þar sem þeir komu inn með sama punkta fjölda og voru jafnir holu eftir holu. Í 3. sæti var svo Ýmir en fyrir þá spilaði Kári Már Jósavinsson.

Boðið var upp á kaffi og kökur í mótslok á sunnudaginn.