Bændaglíman fór fram í dag - Rauður vann með 2 vinningum

Bændur í ár voru þær Guðlaug María 'Oskarsdóttir og Þórunn Anna Haraldsdóttir.

Keppnin var jöfn og spennandi alveg fram á síðustu stundu. Gulla fór fyrir rauða liðinu og hafði betur gegn bláu liði Þórunnar.Var munurinn einungir 2 vinningar.

Frekar kalt var í morgun þegar keppnin hófst og mættu færri kylfingar til leiks en í fyrra en þeir sem mættu áttu góðan dag í golfi.