Bændaglíman 7.okt (uppfært)

Bændaglíma GA verður spiluð laugardaginn 7.okt.  Langtímaspáin er nokkuð góð og verður þetta snilldarmót þá hálfgerður lokahnykkur á sumrinu.

Það verður mæting í golfskálann kl. 9:30 og við ræsum svo út af öllum teigum kl. 10:00.

Skráning á golf.is er bara til að sjá skráningu.

Við skiptum liðunum svo upp í svarta liðið og hvíta liðið  og setjum upp skemmtilega keppni.

Bændur í þetta skiptið eru þeir Bjarni Þórhallsson og Karl Haraldur Bjarnason.

Vídalín veitingar mun bjóða upp á Kjötsúpu í mótslok.

Mótsgjald er 2000 krónur.