Bændaglíman 2017

Bændaglíma GA fór fram síðastliðinn laugardag í blíðskaparveðri.

Það voru 70 hressir GA félagar sem mættu til leiks og skemmtu sér vel í blíðviðrinu á Jaðri.

Að þessu sinni var liðunu skipt upp í svarta liðið og hvíta liðið.  Fyrirliðar voru Halli Bjarna sem leiddi hvíta liðið og Bjarni Þórhalls sem fór fyrir svarta liðinu.

Skemmst er frá því að segja að yfirburðir svarta liðsins voru algerir og sáu þeir hvítu aldrei til sólar.

Við þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir komuna og skemmtunina :)