Bændaglíman 2011 - Blár sigraði

Magnús og hans kylfingar sigruðu eftir bráðabana. Bændur voru þeir Magnús Ingólfsson, blár og Heimir Jóhannsson, rauður.

Bændaglíman fór fram í gær laugardag. Þátttaka hefði mátt vera betri, dagurinn heilsaði með leiðindarigningu en hlýtt var og logn og var komið blíðskapar veður um hádegi. Glíman var mjög spennandi alveg þar til síðustu menn komu í hús en þá var allt jafnt - voru bændurnir sendir á 18. teig í bráðabana og hafði Magnús betur, þannig að Bláa liðið bar sigur úr bítum.