Bændaglíman 20. október

Bændaglíma GA verður spiluð laugardaginn 20.okt.  Langtímaspáin er fín og verður bara betri með hverjum deginum eins og við Akureyringar þekkjum og vitum. Gert er ráð fyrir að veðrið verði mun mikið betra en veðurspár segja til um en þannig hefur það verið undanfarnar tvær helgar og verður væntanlega áframhald á því :) 
 

Það verður mæting í golfskálann kl. 9:30 og við ræsum svo út af öllum teigum kl. 10:00. Spilaðar verða 10 holur og er því hámarksþátttaka í mótinu 52

Skráning á golf.is eða á jonheidar@gagolf.is fyrir klukkan 16:00 á föstudag. 

Liðunum verður skipt upp eftir forgjöf og verður spiluð holukeppni, betri boltinn, tveir og tveir saman. 

Vídalín veitingar mun bjóða upp á kjötsúpu, brauð og kaffi í mótslok um 12:30. 

Mótsgjald er 2000 krónur.