Bændaglíma og Firmakeppni GA 2008

Bændaglíman og Firmakeppnin haldin núna um helgina. 

 

Bændaglíman fór fram á laugardaginn og voru þeir Sveindís I. Almarsdóttir og Svandís Gunnarsdóttir bændur. Mikil og góð þátttaka var og blíðskapar veður. Glíman var mjög spennandi alveg þar til síðustu menn komu í hús og endaði hún þannig að rauða liðið vann með 2 vinningum - í rauða liðinu var Sveindís bóndi.

50 fyrirtæki voru skráð til leiks í Firmakeppninni sem fram fór á sunnudaginn - og var það Rúnar Antonsson og Geir Aðalsteinsson sem spiluðu betri bolta til sigurs fyrir Nýju Kaffibrennsluna og fá þeir til varðveislu í eitt ár elsta og verðmætasta bikar í eigu klúbbsins gefinn af Helga Skúlasyni augnlækni - hefur verið spilað um hann síðan 1945 en þá vann Smjörlíkisgerð KEA.

Í öðru sæti var svo BM Vallá - fyrir þá spiluðu Guðný Óskarsdóttir og Aðalheiður Guðmundsdóttir og í 3. sæti var svo Verslunin Brynja en fyrir þá spiluðu Hafþór Jónasson og Arnar Oddsson.

Boðið var upp á kaffi og kökur í mótslok.