Bændaglíma GA fór fram í gær

Bændaglíma Golfklúbbs Akureyrar fór fram í gær í blíðskapar veðri.

Það voru rétt um 60 GA félagar sem mættu til leiks og skemmtu sér vel.

Bændurnir í ár voru þeir Jón Hansen og Halli Bjarna og fóru leikar þannig að liðið hans Halla Bjarna stóð uppi sem sigurvegari, óskum við þeim kærlega til hamingju.

Þetta mót markar lok mótahalds í sumar og þökkum við þeim fjölmörgu félögum í GA sem tóku þátt í sumar kærlega fyrir.