Bændaglíma GA 6. september

Bændaglíma GA fer fram á Jaðarsvelli laugardaginn 6. september.

Ræst verður út af öllum teigum klukkan 13:00 en mæting er upp í skála 12:30.

Liðin verða gerð kunngjör á föstudegi og verður raðað í rauða og bláa liðið og hvetjum við kylfinga til að koma klæddir í litum síns liðs. Bændur eru þeir Hreiðar Gíslason (rauða liðið) og Siguróli Magni Sigurðsson (bláa liðið).
Í fyrra vann rauða liðið undir handleiðslu Benedikts Guðmundssonar stórsigur á bláa liðinu sem var leitt áfram af Jóni Heiðari, skrifstofustjóra GA. Fyrirliðar 2024 völdu sér síðan fyrirliða í ár og er ljóst að Ædi og Siguróli munu etja hörðu kappi með sín lið í ár.

Leikfyrirkomulagið er holukeppni, betri bolti með forgjöf þar sem tveir og tveir keppendur mætast. Leiknir eru 2 leikir á sitthvorum 9 holunum og fæst einn punktur fyrir hvorn leik. Hámarks leikforgjöf er 28 hjá körlum og konum. Karlar 70 ára og eldri og drengir 12 ára og yngri mega spila af rauðum eða gulum teigum.

Hamborgaraveisla hjá Jaðar Bistro er að leik loknum.

Hámarksfjöldi keppenda er 100 keppendur og hvetjum við GA félaga til að skrá sig í þetta skemmtilega innanfélagsmót!

Skráning hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=5253661