Bændaglíma GA

Bændaglíma GA verður haldin laugardaginn 26. september og verður ræst út af öllum teigum kl. 11:00.

Mótið er innanfélagsmót og vonandi fjölmenna GA félagar og gera sér glaðan dag í góðra vina hóp.

Í ár ætlum við að bridda upp á skemmtilegum nýjungum í mótinu og auka aðeins á keppnina.  Það verður að sjálfsögðu skipt í tvö lið eins og ávallt en einnig ætlum við að hafa skemmtilega keppni á milli holla.

Keppnisfyrirkomulagið verður betri bolti, þ.e. tveir kylfingar verða saman í liði og gildir betra skor viðkomandi á holu.  Raðað dregið verður í lið á mótsstað.

Keppnin hefst eins og fyrr sagði kl. 11:00.  Það er mæting kl. 10:00 þar sem skipt verður í lið og ákveðið hverjir spila saman.

Kaffi og með því að leik loknum!

Vonandi mæta sem flestir og gera sér glaðan dag í góðum félagsskap :)