Átak/World Class Open 8. júní

Nú fer hver að verða síðastur í að skrá sig í Átak/World Class Open, sem haldið verður á laugardaginn. Sólin skein á okkur í allan dag og fáum við vonandi svona flotta daga yfir helgina líka. Skráning er í fullum gangi á golf.is en einnig er hægt að hringja í síma 462-2974 til að skrá sig. Hvetjum alla til að koma og taka þátt í þessu skemmtilega móti á laugardaginn. 

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fimm efstu liðin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 holum

1. sæti: Árskort í Átak/World Class + 5 nuddtímar 

2. sæti: Árskort í Átak/World Class 

3. sæti: 6 mánaða kort í Átak/World Class  

4. sæti: 3 mánaða kort í Átak/World Class 

5. sæti: Mánaðarkort í Átak/World Class 

 

Mánaðarkort í Átak/World Class fyrir næstur holu á öllum par 3 holum vallarins.

 

Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna er 28.