Átak/World Class Open 8. Júní

Átak/World Class Open er næstkomandi Laugardag.
Átak/World Class Open er næstkomandi Laugardag.

Nú er skráning í Átak/World Class Open sem verður haldið næstkomandi Laugardag, þann 8. Júní komin á fullt. Eins og margir vita er fyrirkomulagið í þessu skemmtilega móti Texas Scramble þar sem spennan og fjörið eykst með hverju árinu. Forgjöf liðs reiknast þannig að lögð er saman leikforgjöf hvors kylfings fyrir sig og síðan deilt með 5, forgjöf liðs má ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf. Verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 holum.

Hámarksforgjöf karla er 28 og kvenna er 24. 
Unglingar 0-14 ára spila af rauðum teigum
Konur spila af rauðum teigum
Kalrar 70 ára og eldri spila af rauðum teigum
Karlar 15-69 ára spila af gulum teigum
Keppandi ber ábyrgð á að réttir teigar séu skráðir á skorkort sitt og spilað sé af réttum teigum. 

Skráning á golf.is eða í síma 462-2974.

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að færa holl saman ef þörf er á. 

Við hvetjum alla til að finna sér makker og skrá sig í þetta geggjaða mót.